Halla Tómasdóttir forseti Íslands hefur ekki óskað Donald Trump, næsta forseta Bandaríkjanna, til hamingju með sigur hans í forsetakosningunum í Bandaríkjunum eins og hefð er fyrir.
Sif Gunnarsdóttir forsetaritari segir að til standi að gera það með formlegum hætti þegar Trump verður vígður í embætti í janúar. „Hún mun senda formlegt heillaóskaskeyti þegar hann verður settur í embætti,“ segir Sif.
Forsætisráðherra og utanríkisráðherra hafa óskað Trump til hamingju á samskiptaforritinu X, áður Twitter. Nánar á mbl.is.