Sverrir Ingi Ingason, landsliðsmaður í knattspyrnu, gekk í raðir gríska stórliðsins Panathinaikos frá Midtjylland í Danmörku síðasta sumar. Varnarmaðurinn kann afar vel við sig í Grikklandi en hann var í tæp fimm ár hjá PAOK þar í landi áður en hann skipti til Midtjylland
Í Alicante
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Sverrir Ingi Ingason, landsliðsmaður í knattspyrnu, gekk í raðir gríska stórliðsins Panathinaikos frá Midtjylland í Danmörku síðasta sumar. Varnarmaðurinn kann afar vel við sig í Grikklandi en hann var í tæp fimm ár hjá PAOK þar í landi áður en hann skipti til Midtjylland. Eftir stutt stopp í Danmörku er hann kominn aftur til Grikklands.
„Ég er ánægður að vera kominn aftur. Ég er búinn að spila mikið og það hefur verið uppgangur í þessu hjá okkur,“ sagði Sverrir Ingi í samtali við Morgunblaðið á hóteli landsliðsins í Alicante á Spáni, þar sem liðið undirbýr leik við Svartfjallaland í Þjóðadeildinni á laugardag.
„Við byrjuðum ekkert frábærlega í deildinni en
...