Margir spennandi möguleikar til vaxtar og sóknar geta falist í því að stofna þjóðgarð í Ólafsdal við Gilsfjörð. Þetta segir Eyjólfur Ingvi Bjarnason, fulltrúi í sveitarstjórn Dalbyggðar, hvar tillögur um þjóðgarð verða nú teknar til umræðu
Ólafsdalur Reisuleg bygging á einstökum minjastað við afskekktan fjörð.
Ólafsdalur Reisuleg bygging á einstökum minjastað við afskekktan fjörð. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

Margir spennandi möguleikar til vaxtar og sóknar geta falist í því að stofna þjóðgarð í Ólafsdal við Gilsfjörð. Þetta segir Eyjólfur Ingvi Bjarnason, fulltrúi í sveitarstjórn Dalbyggðar, hvar tillögur um þjóðgarð verða nú teknar til umræðu. Starfshópur á vegum umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins kynnti á dögunum hugmyndir sínar um eflingu byggðar í Dalabyggð með tilliti til þeirra málaflokka sem ráðuneytið sinnir. Meðal annars er lagt til að leggja nýjan rafstreng frá Stykkishólmi í Dali og tryggja þannig betri flutningsgetu raforku á svæðið. Einnig að stutt verði við græna atvinnuuppbyggingu á svæðinu með átaksverkefni í jarðhitaleit.

Tenging við nærsamfélagið er mikilvæg

Af því sem starfshópurinn kynnti vekur þjóðgarðshugmyndin

...