Birgir Ármannsson, fráfarandi forseti Alþingis, er gestur Dagmála í dag. Um sannkallaðan tímamótaþátt er að ræða, en þátturinn er sá 1.000. í röð þáttanna sem birtir hafa verið á hverjum virkum degi allt frá því að þeir hófu göngu sína í febrúar 2021
Kveðja Birgir Ármannsson fráfarandi þingforseti veit ekki hvað tekur við en er spenntur fyrir nýjum veruleika.
Kveðja Birgir Ármannsson fráfarandi þingforseti veit ekki hvað tekur við en er spenntur fyrir nýjum veruleika. — Morgunblaðið/Hallur Már

Andrea Sigurðardóttir

andrea@mbl.is

Birgir Ármannsson, fráfarandi forseti Alþingis, er gestur Dagmála í dag. Um sannkallaðan tímamótaþátt er að ræða, en þátturinn er sá 1.000. í röð þáttanna sem birtir hafa verið á hverjum virkum degi allt frá því að þeir hófu göngu sína í febrúar 2021. Birgir Ármannsson stendur sjálfur á tímamótum en hann tók þá ákvörðun fyrir skemmstu að láta af þingmennsku eftir hátt í 22 ár á þingi og er nú í óðaönn að ljúka síðustu málum þingferils síns.

„Það verða mikil viðbrigði,“ segir Birgir en bætir við að hann sé ekki farinn að finna fyrir þeim enn þá.

„Auðvitað finn ég fyrir ákveðinni breytingu núna með því að vera ekki í framboði sem frambjóðandi í einu af efstu sætunum, þannig að ég hef ekki því hlutverki

...