Njörður Holding ehf. hefur til skoðunar að reisa sjálfbæra magnesíumverksmiðju á Grundartanga, sem er einn af þeim lóðarkostum sem verið er að skoða innan Evrópu. Verksmiðjan vinnur magnesíum úr sjó með nýrri aðferð sem Njörður hefur þróað og er sjálfbær og umhverfisvæn
Baksvið
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Njörður Holding ehf. hefur til skoðunar að reisa sjálfbæra magnesíumverksmiðju á Grundartanga, sem er einn af þeim lóðarkostum sem verið er að skoða innan Evrópu.
Verksmiðjan vinnur magnesíum úr sjó með nýrri aðferð sem Njörður hefur þróað og er sjálfbær og umhverfisvæn.
Stefán Ás Ingvarsson forstjóri Njarðar segir í samtali við Morgunblaðið að félagið sé nú þegar búið að sækja um lóð á Grundartanga. „Grundartangi er skilgreindur sem grænn iðngarður og hefur sjálfbærnistefnu sem samræmist vel okkar áformum,“ segir Stefán.
Félagið hefur kynnt áformin fyrir sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar og bæjarstjórn
...