Ég sótti viðburð í miðbæ Reykjavíkur fyrir nokkrum dögum. Þar var fólk á öllum aldri en mun fleiri af yngri kynslóðinni. Þetta voru listamenn, tónlistarmenn og hönnuðir og langflestir áttu það sameiginlegt að vera í sama sniði af buxum; mjög síðum og afskaplega víðum
Edda Gunnlaugsdóttir
eddag@mbl.is
Ég sótti viðburð í miðbæ Reykjavíkur fyrir nokkrum dögum. Þar var fólk á öllum aldri en mun fleiri af yngri kynslóðinni. Þetta voru listamenn, tónlistarmenn og hönnuðir og langflestir áttu það sameiginlegt að vera í sama sniði af buxum; mjög síðum og afskaplega víðum.
Síðar sama kvöld var ég stödd í einni af fínni mathöllum bæjarins þar sem langflestir gestirnir voru karlar á miðjum aldri. Þó að ég hafi það ekki staðfest þá gat ég samt séð af klæðaburðinum að þeir voru minna listrænir og meira fyrir leik að reikningsdæmum. Á meðal þeirra var líka eitt ríkjandi buxnasnið og það var mun þrengra.
Kynslóðabil í klæðnaði er eðlilegt
...