Björn Bjarki Þorsteinsson / Njáll Trausti Friðbertsson / Vilhjálmur Árnason
Reglulega kemur upp umræða um jarðir, jarðaviðskipti og kynslóðaskipti í landbúnaði. Í ritinu Ræktum Ísland, skýrslu Björns Bjarnasonar og Hlédísar Sveinsdóttur, eru efninu gerð verðug skil. Þá hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins ítrekað flutt frumvörp um ýmsar aðgerðir til að auðvelda ættliðaskipti á bújörðum.
Fullveldið er í húfi
Of lítil umræða hefur verið um skýrslu um jarðir, sem stýrihópur á vegum Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra skilaði 2021. Skýrslan tekur á mikilvægu úrlausnarefni þar sem mikið verk er enn óunnið til að lög, reglur og stjórnsýsla falli að nútímanum og breyttum aðstæðum og viðhorfum til lands og þeirra gæða sem í því felast. Þegar skýrslan er rýnd vekur athygli að virðing fyrir eignarrétti bænda og viðhorf
...