Úlfarsárdalur Rúnar Kristinsson tók við þjálfun Fram síðasta haust.
Úlfarsárdalur Rúnar Kristinsson tók við þjálfun Fram síðasta haust. — Ljósmynd/Kristinn Steinn

Knattspyrnumaðurinn Óliver Elís Hlynsson er genginn til liðs við Fram frá uppeldisfélagi sínu ÍR. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við Framara en Óliver lék alla 22 leiki ÍR-inga í 1. deildinni síðasta sumar og skoraði í þeim eitt mark. Þá lék hann báða leiki liðsins í umspili 1. deildarinnar þar sem ÍR tapaði fyrir Keflavík í undanúrslitum. Varnarmaðurinn er fæddur árið 2004 en Framarar höfnuðu í 9. sæti Bestu deildarinnar í sumar.