Þéttingarstefna borgarinnar er komin út í öfgar og íbúar hafa fengið nóg

Gríðarleg óánægja hefur brotist fram í Grafarvogi vegna yfirgengilegra þéttingaráforma borgaryfirvalda í hverfinu. Á síðustu dögum hafa verið haldnir þar tveir fundir sem samtals nærri þúsund íbúar sóttu, sem lýsir vel óánægjunni í átján þúsund manna hverfi.

Óánægjan er til komin vegna þess að borgaryfirvöld hyggjast ganga mjög á græn svæði í hverfinu og fjölga íbúum um átján þúsund manns samkvæmt mati íbúasamtakanna, sem fengu ekki svör frá borginni um áætlaðan fjölda á fyrirhuguðum þéttingarreitum svo að íbúasamtökin áætluðu fjöldann sjálf út frá forsendum um fyrirhugaða fjölgun íbúða. Inni í þessari tölu er uppbygging í Keldnalandi, sem íbúar óttast að þrengi meðal annars að umferð til og frá hverfinu.

Þessi þrengingaráform eru í samræmi við stefnu borgarinnar um árabil undir forystu Dags B. Eggertssonar, en hafa haldið áfram þó að hann

...