Ólafur E. Jóhannsson
oej@mbl.is
Í siðareglum Samfylkingarinnar er mælt fyrir um að öllum þeim sem starfa í nafni flokksins sem og almennum flokksmönnum beri að hafa þær í heiðri í verkum sínum og framkomu. Þar segir m.a. að siðareglunum sé ætlað að auðvelda einstaklingum að rækja verk sín vel, en þær leysi þó fólk „ekki undan þeirri ábyrgð að reiða sig á eigin samvisku í siðferðilegum efnum“.
Siðareglurnar voru settar árið 2018, en það sama ár bárust fréttir af vanvirðandi framkomu þingmanns Samfylkingarinnar, Ágústs Ólafs Ágústssonar, í garð blaðakonu. Þegar það mál komst í hámæli tók Ágúst Ólafur sér frí frá þingstörfum sem stóð yfir í fimm mánuði.
Nú hafa ýmis ummæli á bloggsíðu Þórðar Snæs Júlíussonar, sem situr í 3. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar
...