Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, gekk í raðir Al-Orobah í Sádi-Arabíu frá Burnley á Englandi í ágúst. Jóhann kann vel við sig á nýjum stað, sem er öðruvísi en hann er vanur. „Það er gott að vera þar
Spánn Jóhann Berg Guðmundsson kann afar vel við sig á Spáni þar sem hann gifti sig á síðasta ári. Hann er spenntur fyrir komandi landsleikjum.
Spánn Jóhann Berg Guðmundsson kann afar vel við sig á Spáni þar sem hann gifti sig á síðasta ári. Hann er spenntur fyrir komandi landsleikjum. — Morgunblaðið/Jóhann Ingi

Í Alicante

Jóhann Ingi Hafþórsson

johanningi@mbl.is

Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, gekk í raðir Al-Orobah í Sádi-Arabíu frá Burnley á Englandi í ágúst. Jóhann kann vel við sig á nýjum stað, sem er öðruvísi en hann er vanur.

„Það er gott að vera þar. Þetta er ný menning og nýr fótbolti sem maður er að læra inn á. Manni var samt hent í djúpu laugina því ég var búinn að vera þarna í nokkra daga þegar ég spilaði fyrsta leikinn í deildinni.

Þetta byrjaði vel framan af en var aðeins erfitt í síðustu leikjum. Það eru nokkrir útlendingar búnir að vera meiddir og það er vont fyrir okkur. Þú mátt vera með átta erlenda leikmenn og þegar það eru 3-4 meiddir er það erfitt,“ sagði Jóhann við Morgunblaðið á

...