Taiwo Badmus fór á kostum fyrir Val þegar liðið hafði betur gegn KR í Reykjavíkurslag 7. umferðar úrvalsdeildar karla í körfuknattleik á Hlíðarenda í gær. Leiknum lauk með sjö stiga sigri Vals, 101:94, en Badmus skoraði 37 stig, tók fimm fráköst og gaf tvær stoðsendingar í leiknum
Körfuboltinn
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Taiwo Badmus fór á kostum fyrir Val þegar liðið hafði betur gegn KR í Reykjavíkurslag 7. umferðar úrvalsdeildar karla í körfuknattleik á Hlíðarenda í gær. Leiknum lauk með sjö stiga sigri Vals, 101:94, en Badmus skoraði 37 stig, tók fimm fráköst og gaf tvær stoðsendingar í leiknum.
Þetta var þriðji sigur Íslandsmeistara Vals á tímabilinu en liðið er með sex stig í 9. sæti deildarinnar eftir brösótta byrjun á tímabilinu. Nýliðar KR eru einnig með sex stig í 10. sætinu, sex stigum frá fallsæti.
KR-ingar voru sterkari í fyrri hálfleik á meðan Valsmenn voru sterkari í síðari hálfleik. KR tókst að minnka forskot Vals í fimm stig þegar 30 sekúndur voru til leiksloka, 99:94, en lengra komust
...