Þorgeir Pálsson sveitarstjóri í Strandabyggð tilkynnti á fundi sveitarstjórnar í vikunni að hann væri á leið í ótímabundið veikindaleyfi. Á fundinum samþykkti sveitarstjórnin auk þess óskir þriggja sveitarstjórnarmanna um lausn frá störfum í stjórninni.
Strandabyggð er ekki eitt af stærstu sveitarfélögum landsins en hefur ratað reglulega í fréttirnar undanfarin misseri vegna átaka í pólitíkinni. Alls hafa nú fimm úr sveitarstjórn beðist lausnar á kjörtímabilinu. „Í a.m.k. fjórum tilvikum er ástæðan of mikið álag og áreiti sem þessir fulltrúar hafa orðið fyrir í sínu starfi,“ fullyrti Þorgeir í bókun sem hann lagði fram á fundinum.
Þorgeir var ráðinn sveitarstjóri eftir kosningar 2018. Honum var sagt upp störfum árið 2020 en Héraðsdómur Vestfjarða komst að þeirri niðurstöðu að staðið hefði verið að uppsögninni
...