Vörn Selfyssingarnir Hulda Dís Þrastardóttir og Harpa Valey Gylfadóttir taka fast á Seltirningnum Katrínu Helgu Sigurbergtsdóttur í gærkvöldi.
Vörn Selfyssingarnir Hulda Dís Þrastardóttir og Harpa Valey Gylfadóttir taka fast á Seltirningnum Katrínu Helgu Sigurbergtsdóttur í gærkvöldi. — Morgunblaðið/Eggert

Eva Lind Tyrfingsdóttir, Katla María Magnúsdóttir og Harpa Valey Gylfadóttir voru markahæstar hjá Selfossi þegar liðið hafði betur gegn Gróttu í nýliðaslag 9. umferðar úrvalsdeildar kvenna í handknattleik á Seltjarnarnesi í gær. Leiknum lauk með naumum sigri Selfoss, 20:18, en þær Eva, Katla og Harpa skoruðu fimm mörk hver í leiknum.

Selfoss leiddi með þremur mörkum í hálfleik, 12:9. Selfyssingar náðu fimm marka forskoti í upphafi síðari hálfleiks, 14:9, en Gróttu tókst að jafna metin í 16:16 þegar 15 mínútur voru til leiksloka. Selfoss náði svo tveggja marka forskoti þegar tíu mínútur voru til leiksloka og hélt forskotinu það sem eftir lifði leiks.

Cornelia Hermannsson átti stórleik í marki Selfoss og varði 17 skot en Katrín Anna Ásmundsdóttir og Ída Margrét Stefánsdóttir voru markahæstar hjá Gróttu með fjögur

...