Hanna Katrín Friðriksson
Hanna Katrín Friðriksson

Húsnæðismál eiga að vera lykiláhersla ríkis og sveitarfélaga. Mikilvægasti liðurinn í því að tryggja jafnvægi á húsnæðismarkaði er að byggja nóg. Um þetta getum við öll verið sammála. En sá skilningur þýðir samt ekki að þá sé nóg að halla sér aftur og láta eins og verkefnin leysist af sjálfu sér.

Þegar vextir eru háir er minna byggt og það gerir öllum – sér í lagi ungu fólki – erfiðara fyrir að kaupa sínu fyrstu íbúð og koma ár sinni þannig fyrir borð. Það er þess vegna gleðiefni að líkur séu loksins taldar á eins prósents vaxtalækkun síðar í mánuðinum. Þótt fyrr hefði verið og eftir hreint út sagt óþolandi langt tímabil okurvaxta.

Þessi viðspyrna mun þó ekki ná neinu flugi nema hér takist að mynda samhenta ríkisstjórn. Það gefur augaleið. Sú stjórn sem hér verður mynduð innan nokkurra vikna verður að vinna betur saman en sú sem nú hefur

...

Höfundur: Hanna Katrín Friðriksson