Prentsmiðjuhandrit þjóðsagnasafns Jóns Árnasonar, Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri, var afhent Landsbókasafni Íslands til varðveislu í gær. Safnið kom upphaflega út árin 1862 og 1864 í Þýskalandi, útgefið í Leipzig en prentað í München
Menningararfur Menningar- og viðskiptaráðherra, landsbókavörður og sendiherra Þýskalands á Íslandi.
Menningararfur Menningar- og viðskiptaráðherra, landsbókavörður og sendiherra Þýskalands á Íslandi. — Morgunblaðið/Eyþór

Ólafur Pálsson

olafur@mbl.is

Prentsmiðjuhandrit þjóðsagnasafns Jóns Árnasonar, Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri, var afhent Landsbókasafni Íslands til varðveislu í gær. Safnið kom upphaflega út árin 1862 og 1864 í Þýskalandi, útgefið í Leipzig en prentað í München.

Clarissa Duvigneau, sendiherra Þýskalands á Íslandi, afhenti Lilju D. Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, handritið við sérstaka móttöku í Þjóðarbókhlöðunni. Lilja sagði föður sinn hafa lesið fyrir þær systur þjóðsögur Jóns og hefði það fært þær nær hvor annarri. Sagði hún sagnaarfinn skipta miklu og hvatti viðstadda til að halda hann í heiðri. Þá þakkaði hún Vilhjálmi Bjarnasyni hvatamanni verkefnisins og starfsfólki Landsbókasafns fyrir þeirra vinnuframlag.

Ráðherra afhenti

...