Gunnar Viðar Þórarinsson segir að traust til stofnana samfélagsins eins og til dæmis Alþingi sé lítið og því finnst honum þurfa að breyta. Hann telur að það sé best tryggt með auknu lýðræði.
Hann segir fólk finna fyrir vaxandi fjárhagsvanda og því finnist ósanngjarnt að bankar skili „geðveikum hagnaði“ á sama tíma og það borgi háa vexti af húsnæðislánunum sínum.
„Maður spyr sig: Er þetta sanngjarnt? Að fjölskyldur séu að vinna og vinna og vinna til þess að eiga efni á þessu á meðan bankarnir moka til sín eins og þá lystir?“ segir Gunnar.
Hann segir Lýðræðisflokkinn vilja stuðla að atvinnuuppbyggingu en á sama tíma þurfi að gera hlutina vel. Honum finnst að sveitarfélögin eigi að fá „réttmætan arð af þeim fjárfestingum og þeim fyrirtækjum sem eru með starfsemi“.