Mælir Veðurstofu Íslands við Kvísker, austan við Öræfajökul, sýndi í gærdag 23,8 gráða hita. Birgir Örn Höskuldsson veðurfræðingur Veðurstofunnar segir ekkert benda til þess að tölurnar séu rangar. Ef mælingin stenst skoðun er nóvemberhitametið frá…
Rok Hlýtt hefur verið víða á landinu, en vætusamt líka.
Rok Hlýtt hefur verið víða á landinu, en vætusamt líka. — Morgunblaðið/Eggert

Hólmfríður María Ragnhildardóttir

hmr@mbl.is

Mælir Veðurstofu Íslands við Kvísker, austan við Öræfajökul, sýndi í gærdag 23,8 gráða hita.

Birgir Örn Höskuldsson veðurfræðingur Veðurstofunnar segir ekkert benda til þess að tölurnar séu rangar. Ef mælingin stenst skoðun er nóvemberhitametið frá árinu 1999 fallið en þá mældist 23,2 gráða hiti við Dalatanga.

Hitinn skrifast þó ekki á glampandi sól og blíðu fyrir austan, enda hefur Veðurstofan

...