Það er sannkölluð veisla að lesa nýútkomna bók Magnúsar Sigurðssonar Glerþræðina, þar sem hann grefur upp eða leggur þræði úr fortíðinni inn í híbýli nútímans. Þetta er holl lesning, áhrifarík og á köflum leiftrandi skemmtileg

Pétur Blöndal

p.blondal@gmail.com

Það er sannkölluð veisla að lesa nýútkomna bók Magnúsar Sigurðssonar Glerþræðina, þar sem hann grefur upp eða leggur þræði úr fortíðinni inn í híbýli nútímans. Þetta er holl lesning, áhrifarík og á köflum leiftrandi skemmtileg. Á einum stað er rifjað upp ljómandi ljóst skáldamál höfundar Lexicon poeticum:

„Edda prýðir“ allir lýðir segja.

En hana brúka ofmjög er

eins og tómt að éta smér.

Á meðal þráðanna sem hann sækir eru deilur „ómenntaðra sveitaskálda og skólagenginna poeta“, þar sem markalínan lá „á milli átthagarómantískrar fortíðarhyggju gömlu bændamenningarinnar og

...