— AFP/Sergio Lima

Lögreglumaður í Brasilíuborg stendur hér vörð um lík manns, sem reyndi að sprengja sjálfan sig upp í hæstarétti Brasilíu í fyrrakvöld.

Reyndi maðurinn að komast inn í byggingu hæstaréttarins, en var stöðvaður við innganginn. Bifreið mannsins sprakk í loft upp skömmu áður en hann kom að innganginum. Þá fundust fleiri ósprungnar sprengjur á líki hans.

Rannsókn er nú í gangi, en maðurinn var frambjóðandi fyrir Frjálslynda flokkinn árið 2020, þegar Jair Bolsonaro, þáverandi forseti Brasilíu, leiddi flokkinn.