Birgir Már Birgisson fór á kostum hjá FH þegar liðið vann stórsigur gegn KA, 36:25, í 10. umferð úrvalsdeildar karla í handknattleik í Kaplakrika í gær en Birgir Már gerði sér lítið fyrir og skoraði átta mörk í leiknum
Handboltinn
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Birgir Már Birgisson fór á kostum hjá FH þegar liðið vann stórsigur gegn KA, 36:25, í 10. umferð úrvalsdeildar karla í handknattleik í Kaplakrika í gær en Birgir Már gerði sér lítið fyrir og skoraði átta mörk í leiknum.
FH er með 15 stig á toppi deildarinnar og hefur aðeins tapað einum leik af síðustu fimm og er liðið ósigrað í síðustu fjórum leikjum sínum. KA er í 10. sætinu með fimm stig en liðið vann síðast deildarleik gegn KA þann 17. október.
Akureyringar byrjuðu leikinn betur og komust í 3:1 en þá hrukku Íslandsmeistararnir í gang. Þeir jöfnuðu metin í 3:3 eftir tæplega tíu mínútna leik og litu aldrei um öxl eftir það en staðan í hálfleik var 17:12, FH í vil. Daníel Freyr Andrésson varði 13 skot
...