Hvatar til að útbúa aukaíbúðir í sérbýli geta aukið framboð á stuttum tíma.
Svavar Halldórsson
Svavar Halldórsson

Svavar Halldórsson.

Böndum verður ekki komið á verðbólgu og vexti nema með því að leysa úr húsnæðisskorti. Það blasir við að það vantar fleiri íbúðir inn á markaðinn, sérstaklega litlar íbúðir. Þessu er hægt að ná fram með því að grípa samhliða til fjölbreyttra aðgerða til að leysa markaðinn úr læðingi. Framboð á lóðum þarf að vera nægjanlegt, koma þarf í veg fyrir að verktakar eða fjármálastofnanir sitji á lóðum og auðvelda þarf ungu fólki að komast inn á markaðinn. En fleira þarf til.

Aukin ríkisútgjöld ekki lausnin

Auknar opinberar fjárveitingar til leigufélaga eða félagslegra íbúða eru ávísun á auknar skuldir ríkis og sveitarfélaga sem munu kynda undir verðbólgu til framtíðar. Það þarf ekki fleiri skuldsetta fermetra, heldur að veita fólki frelsi og hvatningu til að nýta betur það húsnæði sem þegar er til.

...