Viðreisn er með óskýrustu stefnuna fyrir komandi kosningar, samkvæmt kosningaáttavita Viðskiptaráðs sem kynntur var í vikunni. Áttavitinn gefur einnig til kynna að stefnur Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna séu skýrastar, en um leið ólíkastar,…

Viðreisn er með óskýrustu stefnuna fyrir komandi kosningar, samkvæmt kosningaáttavita Viðskiptaráðs sem kynntur var í vikunni. Áttavitinn gefur einnig til kynna að stefnur Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna séu skýrastar, en um leið ólíkastar, Vinstri grænir séu mest á móti efnahagslegu frelsi en Sjálfstæðisflokkurinn hlynntastur efnahagslegu frelsi.

Miðflokkurinn er ekki langt frá Sjálfstæðisflokknum samkvæmt þessum áttavita en flokkar á borð við Pírata, Flokk fólksins, Samfylkingu og Framsókn eru nær Vinstri grænum en þessum tveimur flokkum.

Viðreisn skipar sér svo þarna á milli, með nokkuð óljósum hætti þó. Viðreisn er til að mynda ekki hlynnt lækkun fjármagnstekjuskatts eða tekjuskatts lögaðila, ólíkt Sjálfstæðisflokki og Miðflokki, og er mun hlynntari ýmsum ríkisútgjöldum og stofnunum en þessir tveir flokkar, sem til dæmis

...