Ekki mælist marktækur munur á fylgi Samfylkingarinnar og Viðreisnar í nýjustu könnun Maskínu. Samfylkingin mælist með mest fylgi, eða 20,1%, en Viðreisn er fast á hæla henni með 19,9%.
Ekki er heldur marktækur munur á þriðja og fjórða vinsælasta flokknum en Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 13,45% fylgi og Miðflokkurinn með 12,6%. Fylgi Sjálfstæðisflokks hefur lítið sem ekkert breyst frá því í könnun Maskínu í síðustu viku en Miðflokkurinn tapar rúmlega tveimur prósentustigum milli kannana.
VG enn á hálum ís
Sósíalistaflokkurinn bætir við sig tæpum tveimur prósentustigum í könnuninni og fer úr 4,5% í 6,3%. Framsóknarflokkurinn er enn á sama róli og mælist með um 7% fylgi og VG á enn á hættu að detta út af þingi með aðeins 3%.
Miðað við þingstyrk á landsvísu myndu þingsæti skiptast þannig að Samfylkingin fengi 14 þingsæti, Viðreisn 14, Sjálfstæðisflokkurinn níu, Miðflokkurinn átta, Flokkur fólksins sex, Framsóknarflokkurinn
...