„Skák og tónlist fara dásamlega saman og við í Kleyfhuga klíkunni ætlum að bjóða gestum upp á stórkostlega veislu,“ segir Hjálmar Hrafn Sigvaldason, forseti Kleyfhuga klíkunnar, en þessi ágæti félagsskapur fólks með geðrænan vanda…
Skák Hjálmar Hrafn Sigurvaldason, forseti Kleyfhuga klíkunnar, við skákborðið ásamt nokkrum félögum sínum sem voru feimnir í gærmorgun er ljósmyndari kíkti í heimsókn í Vin batasetur.
Skák Hjálmar Hrafn Sigurvaldason, forseti Kleyfhuga klíkunnar, við skákborðið ásamt nokkrum félögum sínum sem voru feimnir í gærmorgun er ljósmyndari kíkti í heimsókn í Vin batasetur. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Björn Jóhann Björnsson

bjb@mbl.is

„Skák og tónlist fara dásamlega saman og við í Kleyfhuga klíkunni ætlum að bjóða gestum upp á stórkostlega veislu,“ segir Hjálmar Hrafn Sigvaldason, forseti Kleyfhuga klíkunnar, en þessi ágæti félagsskapur fólks með geðrænan vanda stendur í dag og kvöld fyrir skákmóti og tónleikum á staðnum Bird Venue á horni Tryggvagötu og Hafnarstrætis.

Skákmótið hefst kl. 16, haldið í minningu Hrafns Jökulssonar. Að sögn Hjálmars er þetta opið mót fyrir 18 ára og eldri, þar sem það er haldið á bar. „Annars má mæta í fylgd með fullorðnum. Skráning fer fram á staðnum svo við hvetjum alla til að mæta tímanlega,“ segir Hjálmar.

Tónleikarnir í kvöld hefjast svo
kl. 20 á sama stað. Sigurður

...