„Skák og tónlist fara dásamlega saman og við í Kleyfhuga klíkunni ætlum að bjóða gestum upp á stórkostlega veislu,“ segir Hjálmar Hrafn Sigvaldason, forseti Kleyfhuga klíkunnar, en þessi ágæti félagsskapur fólks með geðrænan vanda…
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
„Skák og tónlist fara dásamlega saman og við í Kleyfhuga klíkunni ætlum að bjóða gestum upp á stórkostlega veislu,“ segir Hjálmar Hrafn Sigvaldason, forseti Kleyfhuga klíkunnar, en þessi ágæti félagsskapur fólks með geðrænan vanda stendur í dag og kvöld fyrir skákmóti og tónleikum á staðnum Bird Venue á horni Tryggvagötu og Hafnarstrætis.
Skákmótið hefst kl. 16, haldið í minningu Hrafns Jökulssonar. Að sögn Hjálmars er þetta opið mót fyrir 18 ára og eldri, þar sem það er haldið á bar. „Annars má mæta í fylgd með fullorðnum. Skráning fer fram á staðnum svo við hvetjum alla til að mæta tímanlega,“ segir Hjálmar.
Tónleikarnir í kvöld hefjast svo
kl. 20 á sama stað. Sigurður