Eðvarð Sturluson fæddist á Suðureyri 23. mars 1937. Hann lést á líknardeild Landakots 29. október 2024.

Foreldrar hans voru Sturla Jónsson hreppstjóri, f. 24. ágúst 1902, d. 2. október 1996, og Kristey Hallbjörnsdóttir húsfreyja, f. 22. febrúar 1905, d. 30. júlí 1983. Systkini: Eva, f. 1927, Sigrún, f. 1929, d. 2019, Kristín, f. 1930, og Jón, f. 1932, d. 2021.

Hinn 18. ágúst 1963 kvæntist Eðvarð Arnbjörgu J. Bjarnadóttur, f. 4. október 1943. Foreldrar Bjarni G. Friðriksson sjómaður og vitavörður, f. 1896, d. 1975, og Sigurborg Sumarlína Jónsdóttir húsfreyja, f. 1903, d. 1991. Eðvarð og Arnbjörg eignuðust fimm börn: 1) Erla, f. 1963, gift Snorra Sturlusyni. Sonur þeirra er Sturla, f. 1997. Dætur Erlu og Bjarna Hákonarsonar eru Adda, f. 1987, gift Kristni Mána Þorfinnssyni. Börn Þorkell Máni, Benedikt Bjarni, Erla Margrét og Kristín Helga. Hulda,

...