Bráðamóttaka Hjúkrunarfræðingar hafa verið án samnings frá 1. apríl.
Bráðamóttaka Hjúkrunarfræðingar hafa verið án samnings frá 1. apríl. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og samninganefnd ríkisins skrifuðu í gær undir kjarasamning í húsakynnum ríkissáttasemjara.

Kjarasamningurinn er til fjögurra ára og gildir afturvirkt frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028.

„Í samningnum eru tekin mikilvæg skref til að hækka laun og önnur kjör hjúkrunarfræðinga til samræmis við aðra háskólamenntaða sérfræðinga auk þess sem vinnutími dagvinnufólks verður festur í sessi miðað við 36 klukkustunda vinnuviku. Þá verður starfsmenntunarsjóður efldur og framlag hækkað á samningstímanum. Einnig er lagður grunnur að markvissum stuðningi í vegferð að sérfræðileyfi hjúkrunarfræðinga,“ segir í umfjöllun um nýja kjarasamninginn á vefsíðu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

Ari Brynjólfsson kynningarstjóri félagsins sagði í

...