„Það gengur mjög vel og er svipað og það hefur verið í kosningum undanfarin ár,“ segir Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu, um utankjörstaðarkosningar fyrir komandi alþingiskosningar í ár
Dóra Ósk Halldórsdóttir
doraosk@mbl.is
„Það gengur mjög vel og er svipað og það hefur verið í kosningum undanfarin ár,“ segir Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu, um utankjörstaðarkosningar fyrir komandi alþingiskosningar í ár. Hún segir að þótt lítill fyrirvari hafi verið fyrir kosningarnar séu margir heima og muni því kjósa á kjördag. Síðustu alþingiskosningar voru á covid-tímanum og þá kusu eitthvað fleiri utan kjörfundar en í venjulegu árferði.
...