Tollar og aðrar hömlur á milliríkjaviðskipti gætu haft bein og óbein áhrif á þróun álverðs en óvissan er mikil. Árið 2018 lagði stjórn Donalds Trumps þáverandi Bandaríkjaforseta 10% toll á innflutt ál frá flestum mörkuðum, þ.m.t
Baksvið
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Tollar og aðrar hömlur á milliríkjaviðskipti gætu haft bein og óbein áhrif á þróun álverðs en óvissan er mikil.
Árið 2018 lagði stjórn Donalds Trumps þáverandi Bandaríkjaforseta 10% toll á innflutt ál frá flestum mörkuðum, þ.m.t. frá Kína. Stjórn Joes Bidens Bandaríkjaforseta lagði svo í sumar 10% toll á ál sem flutt er til landsins frá Mexíkó en framleitt í Kína, Belarús, Íran og Rússlandi. Með því átti að girða fyrir að komast mætti hjá tollum með því að skrá innflutninginn í Mexíkó. Trump boðaði í kosningabaráttunni enn meiri hörku í tollamálum en hann tekur við embætti forseta í janúar.
Samkvæmt Alþjóðlegu álstofnuninni (IAI) nam álframleiðslan 54,3 milljónum tonna á fyrstu níu mánuðum ársins (sjá
...