Reiða þýðir m.a. viðbúnaður. vera til reiðu er að vera viðbúinn eða til ráðstöfunar og að hafa e-ð til reiðu þýðir að hafa e-ð tiltækt

Reiða þýðir m.a. viðbúnaður. vera til reiðu er að vera viðbúinn eða til ráðstöfunar og að hafa e-ð til reiðu þýðir að hafa e-ð tiltækt. Þá verður ljóst hvers vegna reiðufé er kallað reiðufé. Það er lausafé, tiltækt fé, handbærir peningar – en ekki kort, ávísun eða rafmynt. Nú er sagt að dagar reiðufjár séu senn taldir.