Kristján Wiium Ástráðsson fæddist 11. júli 1950. Hann lést 18. október 2024.

Útför fór fram 7. nóvember 2024.

Upphaf kynna okkar Kristjáns var þegar ég hóf störf hjá byggingardeild Reykjavíkurborgar á níunda tug síðustu aldar. Við hittumst á skrifstofu byggingardeildar og spjölluðum dágóða stund saman um byggingar, verktöku, menntun, stjórnmál o.fl. Mér þótti mikið til þessa manns koma, frásagnargáfa hans var eftirtektarverð. Við hittumst upp frá þessu nokkuð oft og leið sjaldan mikið lengra en örfáir dagar milli þess að leiðir okkar lágu saman. Traust vinátta varð til á nokkrum árum.

Það hrannast upp minningar á þessum tímapunkti. Þegar litið er yfir lífshlaup þessa látna vinar okkar sem Kristján var verður honum vart lýst með fáum orðum í fátæklegri minningargrein sem þessari. Hann hafði mörg

...