Gunnar Björn Rögnvaldsson fæddist 15. nóvember 1964 á Siglufirði og ólst þar upp. „Þar var gott að alast upp, alltaf eitthvað sem hægt var að brasa og ekki hægt að neita því að maður á einhver skammarstrik og hrekki á bakinu.
Það voru forréttindi að alast upp á Siglufirði og geta farið á bryggjurölt á gömlu trébryggjunum, laumast undir bryggjurnar til að næla sér í harðfisk og hákarl. Á þessum tíma voru bryggjurnar leiksvæði krakkanna.
Á Siglufirði komu skíðin sterkt inn, en ég hef verið á skíðum frá því að ég man eftir mér. Gaman að segja frá því að 11-12 ára gamall var ég byrjaður að fara upp á skíðasvæði árla morguns til að moka upp skíðalyftuna, svo að hægt væri að renna sér. Fótboltinn var svo spilaður á sumrin.“
Gunnar var í sveit á Brúnastöðum í Fljótum tvö sumur sem
...