Bæjarstjóri Kópavogs kemur að kjarna málsins

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri í Kópavogi, fjallaði um skattheimtu í aðsendri grein hér í blaðinu í gær og bendir þar á að margir stjórnmálamenn stígi nú fram „með háleitar hugmyndir um aukin útgjöld til alls kyns verkefna, útgjöld sem á að fjármagna úr vösum skattgreiðenda með einum eða öðrum hætti“. Þetta er mikilvæg áminning um hver borgar brúsann, en Ásdís bendir líka á að framboðsskortur á húsnæðismarkaði á höfuðborgarsvæðinu hafi komið fram „í hækkandi húsnæðisverði, aukinni verðbólgu og hærri vöxtum – allt á kostnað heimilanna“.

Þá nefnir hún að mörg sveitarfélög hafi í gegnum hækkandi húsnæðisverð í raun hækkað skattana því að fasteignagjöld hafi hækkað samhliða hækkandi húsnæðisverði og fært mörgum sveitarfélögum umtalsverðar tekjur. „Það á þó ekki við í Kópavogi, því við teljum þá leið ekki sanngjarna gagnvart bæjarbúum enda hefur sú

...