Öfgar frá hægri og vinstri eru ekki raunverulegar lausnir til framtíðar.
Anton Guðmundsson
Anton Guðmundsson

Anton Guðmundsson

Framsóknarflokkurinn var stofnaður 16. desember 1916 við samruna Bændaflokksins og Óháðra bænda og er elsti starfandi stjórnmálaflokkur á Íslandi.

Framsókn er flokkur sem setur samvinnuhugsjónir á oddinn, og þær gegna oft á tíðum lykilhlutverki í því að leiða saman ólík öfl við stjórn landsins eða í sveitarstjórnum. Eins og segir í grunnstefnu flokksins aðhyllumst við frjálslynda hugmyndafræði og teljum farsælast að ná fram niðurstöðu með samvinnu ólíkra afla og hagsmuna, sem byggð er á hófsemi og heiðarleika. Líklega hefur sjaldan verið jafn nauðsynlegt og nú að rödd og hugmyndafræði Framsóknar heyrist, þegar pólitískur óstöðugleiki og öfgar eru sífellt að aukast.

Hvað eru samvinnuhugsjónir?

Samvinnuhugsjón er hugtak sem vísar til hæfni til samvinnu

...