Myndlistarkaupstefnan Art Basel Paris fór fram á dögunum í Grand Palais-sýningarhöllinni glæsilegu í miðborg Parísar og var mikið um dýrðir. Þetta er í þriðja skiptið sem kaupstefnan fer fram í borginni
List 195 gallerí tóku þátt í Art Basel Paris sem haldin var í Grand Palais.
List 195 gallerí tóku þátt í Art Basel Paris sem haldin var í Grand Palais. — Morgunblaðið/Þóroddur Bjarnason

Baksvið

Þóroddur Bjarnason

tobj@mbl.is

Myndlistarkaupstefnan Art Basel Paris fór fram á dögunum í Grand Palais-sýningarhöllinni glæsilegu í miðborg Parísar og var mikið um dýrðir. Þetta er í þriðja skiptið sem kaupstefnan fer fram í borginni. Kaupstefnan er arftaki FIAC, sem sett var á fót árið 1974, og Paris Photo, sem hóf göngu sína árið 1997.

Verkið sem hæst verð fékkst fyrir í ár var höggmynd frönsku listakonunnar Louise Bourgeois, Könguló l (Spider l) frá árinu 1995, sem selt var hjá Hauser & Wirth-galleríinu á 20 milljónir bandaríkjadala, eða 2,8 milljarða króna.

Eins og segir á myndlistarvefnum Artsy er verðið þrefalt hærra en fékkst fyrir dýrasta verkið á Art Basel Paris í fyrra. Þetta er, eins og segir einnig á Artsy, til marks um

...