Viðreisn er í talsverðri sókn og mögulega í oddastöðu við myndun ríkisstjórnar verði kosningaúrslit í einhverju samræmi við nýja könnun Prósents fyrir Morgunblaðið. Miðað við niðurstöðurnar gæti Viðreisn bæði myndað stjórn til vinstri og til hægri
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Viðreisn er í talsverðri sókn og mögulega í oddastöðu við myndun ríkisstjórnar verði kosningaúrslit í einhverju samræmi við nýja könnun Prósents fyrir Morgunblaðið. Miðað við niðurstöðurnar gæti Viðreisn bæði myndað stjórn til vinstri og til hægri.
Annars vegar gæti Viðreisn valið vinstristjórn með Samfylkingu og Framsókn eða Sósíalistum, sem miðað við könnunina hefði 34 manna meirihluta. Á hinn bóginn gæti Viðreisn einnig myndað hægristjórn með Miðflokki og Sjálfstæðisflokki, sem einnig hefði 34 þingmenn að baki
...