— Morgunblaðið/Árni Sæberg

„Við ætlum að vera flutt inn fyrir jól, og hefjum flutningana í byrjun desember,“ segir Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Icelandair, en nýtt skrifstofuhúsnæði fyrirtækisins á Flugvöllum í Vallahverfi Hafnarfjarðar er á lokametrunum. Í gær var haldið upp á góðan árangur með kaffiveislu fyrir starfsmenn verktakanna sem vel var tekið. Unnið hefur verið í byggingunni í rúmlega tvö ár, en fyrsta skóflustungan var tekin 13. september 2022.

„Þetta hefur gengið mjög vel og allar áætlanir staðist mjög vel og öll fyrirtæki sem hafa komið að verkinu staðið sig með miklum sóma,“ segir Guðni og bætir við að þá hafi andinn í húsinu strax verið mjög góður.

„Við sameinum hérna alla skrifstofustarfsemi Icelandair sem við höfum verið með á höfuðborgarsvæðinu, fyrir utan starfsemina á Reykjavíkurflugvelli.“

...