En nú spyr ég borgarstjórann beint: Hvernig væri að láta gamla arfleifð, sem byggist á því að gefa útvöldum veiðileyfi á landsmenn, sigla sinn sjó …?
Úr ólíkum áttum
Úr ólíkum áttum
Ögmundur Jónasson
ogmundur@ogmundur.is
Áður en vikið er að kóngafólkinu, þeim Viktoríu Bretadrottningu og Kristjáni fjórða Danakonungi annars vegar og borgarstjóranum í Reykjavík hins vegar, og spurt hvað kunni að sameina þau, er rétt að leita svara við annarri spurningu úr allt annarri átt. Hvað skyldi valda því að Reykjavíkurborg skuli auglýsa bílastæði borgarinnar til sölu?
Væntanlega er svarið við þeirri spurningu á þá leið að þetta sé gert í þeirri trú að til séu þeir sem gætu hugsað sér að kaupa bílastæði og græða á rekstri þeirra.
Öllu erfiðara er að finna það út hvers vegna borgin vilji selja ef rekstur bílastæða er svo góður
...