Vísindamenn hjá Íslenskri erfðagreiningu hafa fundið sjaldgæfan erfðabreytileika í STAT6-geninu sem getur veitt vernd gegn astma. Samkvæmt rannsóknum eru arfberar erfðabreytileikans 73% ólíklegri til að fá alvarlegan astma en þeir sem hafa hann ekki.
Astmi hrjáir um 300 milljónir manna í heiminum og því gæti niðurstaða rannsóknar Íslenskrar erfðagreiningar skipt máli í að þróa lyf sem gætu nýst þeim hópi sem hefðbundin lyf gagnast ekki í dag. Astmi og ofnæmi eru flóknir bólgusjúkdómar í öndunarfærum, en talið er að um 5-10% þeirra sem hafa alvarlegan astma svari ekki hefðbundinni sterameðferð.
Gæti leitt til nýrra lyfja
Erfðabreytileikinn sem teymi Íslenskrar erfðagreiningar fann breytir einni amínósýru í STAT6-prótíninu og minnkar prótínafurð gensins í T-ónæmisfrumunum.
Hann
...