Það hefur verið næsta ævintýralegt að fylgjast með Donald Trump, hinum óvænta mikla sigurvegara, að manna nýja ríkisstjórn sína. Það eru bæði brennandi spurningar og margvíslegar ástæður og óvenjuleg svör, sem standa til þess að hinn nýkjörni forseti ber sig þannig að við þetta þýðingarmikla val. Stóra skýringin er þó sú að Donald Trump er nú að koma aftur að þess háttar verki. Þegar hann vann óvænt bærilegan sigur um framboð árið 2016 var hann í raun blautur á bak við eyrun í flestum skilningi orðsins, en ekki síst pólitíkinni.
Clinton-hjónin litu niður á Trump
Hann varð frambjóðandinn og vann frú Hillary Clinton, eftir fremur fjandsamlega baráttu þeirra beggja. Þar átti Trump við eiginkonu fyrrverandi forseta að etja, en forsetinn sá hafði gegnt forsetaembættinu í átta ár og óneitanlega verður varla annað sagt en að í hans tíð hefði á
...