Að detta eða falla milli skips og bryggju sést stundum í bókstaflegri merkingu, um slysfarir. Annars að fara forgörðum eða gleymast, líkt og það að falla eða detta milli þils og veggjar
Að detta eða falla milli skips og bryggju sést stundum í bókstaflegri merkingu, um slysfarir. Annars að fara forgörðum eða gleymast, líkt og það að falla eða detta milli þils og veggjar. Að lenda milli stafs og hurðar þýðir nokkuð annað: verða útundan, verða afskiptur. En þessi orðtök hafa getið af sér margan skemmtilegan rugling!