Framboð á verslunarhúsnæði á Selfossi eykst til muna. Nettó verður opnað í bráð í um þúsund fermetra húsnæði við Eyraveginn, þar sem Húsasmiðjan var áður. Starfsmenn eru á fullu að raða í hillurnar enda stefnt að opnun í lok mánaðarins
Selfoss Húsnæði við Eyraveg sem áður hýsti Húsasmiðjuna hefur tekið miklum breytingum, en þar verður verslun Nettó opnuð.
Selfoss Húsnæði við Eyraveg sem áður hýsti Húsasmiðjuna hefur tekið miklum breytingum, en þar verður verslun Nettó opnuð. — Morgunblaðið/Sigmundur Sigugeirsson

Úr bæjarlífinu

Sigmundur Sigurgeirsson

Árborg

Framboð á verslunarhúsnæði á Selfossi eykst til muna. Nettó verður opnað í bráð í um þúsund fermetra húsnæði við Eyraveginn, þar sem Húsasmiðjan var áður. Starfsmenn eru á fullu að raða í hillurnar enda stefnt að opnun í lok mánaðarins. Enn er nokkuð ófrágengið utandyra og vonast er eftir heppilegu veðri til að malbika og ganga frá.

Í sama húsnæði verður Lyfjaval opnað í desember og lúguafgreiðsla innan tíðar. Að endingu verða á sama svæði settar upp rafhleðslustöðvar á vegum Orkunnar og þær teknar í gagnið í janúar.

Fasteignafélagið Eik á húsnæðið sem um ræðir og lóð þar sunnan við. Hefur félagið óskað eftir deiliskipulagsbreytingu í þeim tilgangi að reisa þar 65-75 íbúðir

...