Framboð á verslunarhúsnæði á Selfossi eykst til muna. Nettó verður opnað í bráð í um þúsund fermetra húsnæði við Eyraveginn, þar sem Húsasmiðjan var áður. Starfsmenn eru á fullu að raða í hillurnar enda stefnt að opnun í lok mánaðarins
Úr bæjarlífinu
Sigmundur Sigurgeirsson
Árborg
Framboð á verslunarhúsnæði á Selfossi eykst til muna. Nettó verður opnað í bráð í um þúsund fermetra húsnæði við Eyraveginn, þar sem Húsasmiðjan var áður. Starfsmenn eru á fullu að raða í hillurnar enda stefnt að opnun í lok mánaðarins. Enn er nokkuð ófrágengið utandyra og vonast er eftir heppilegu veðri til að malbika og ganga frá.
Í sama húsnæði verður Lyfjaval opnað í desember og lúguafgreiðsla innan tíðar. Að endingu verða á sama svæði settar upp rafhleðslustöðvar á vegum Orkunnar og þær teknar í gagnið í janúar.
Fasteignafélagið Eik á húsnæðið sem um ræðir og lóð þar sunnan við. Hefur félagið óskað eftir deiliskipulagsbreytingu í þeim tilgangi að reisa þar 65-75 íbúðir
...