Í dag er afmæli Jónasar Hallgrímssonar fagnað með nýrri handritasýningu í Eddu. Í vikunni var hátíðarfyrirlestur á sama stað í minningu Árna Magnússonar sem fæddist hinn 13. nóvember 1663, árið eftir erfðahyllinguna þegar þess var enn langt að bíða…
Fyrstu geislarnir við sólarupprás skína örlítið á ská inn í göngin sem opnast út að brún Snorralaugar í Reykholti, rétt eftir veturnætur árið 2017. Hefðu skinið beint inn nokkrum dögum fyrr.
Fyrstu geislarnir við sólarupprás skína örlítið á ská inn í göngin sem opnast út að brún Snorralaugar í Reykholti, rétt eftir veturnætur árið 2017. Hefðu skinið beint inn nokkrum dögum fyrr. — Ljósmynd/Jónína Eiríksdóttir

Tungutak

Gísli Sigurðsson

gislisi@hi.is

Í dag er afmæli Jónasar Hallgrímssonar fagnað með nýrri handritasýningu í Eddu. Í vikunni var hátíðarfyrirlestur á sama stað í minningu Árna Magnússonar sem fæddist hinn 13. nóvember 1663, árið eftir erfðahyllinguna þegar þess var enn langt að bíða að upplýsingarmenn fengju grillur um frelsi, jafnrétti og bræðralag að hætti frumbyggja Ameríku. En það var komin skekkja í tímatalið sem hefur ruglað okkur í ríminu síðan – þegar við þurfum að finna eina rétta daginn til að halda upp á afmæli Árna. Þó að gregóríanska tímatalið hafi verið innleitt sunnar í álfunni við lok 16. aldar, með því að skera 10 daga innan úr dagatalinu, tók liðlega eina öld fyrir þá breytingu að ná norður hingað og var þá kölluð nýi stíll

...