Kona féll og tíu aðrir særðust í fyrrinótt þegar Rússar gerðu eina af stærstu loftárásum sínum til þessa á hafnarborgina Ódessu. Beittu Rússar bæði drónum og eldflaugum í árásinni, og skemmdust íbúðarhús, kirkjur og skólar í árásinni, auk þess sem hitaveita borgarinnar var verulega löskuð eftir hana
Kænugarður Kona ýtir særðum hermanni í hjólastól fram hjá freskum við dómkirkju heilags Mikaels í Kænugærði.
Kænugarður Kona ýtir særðum hermanni í hjólastól fram hjá freskum við dómkirkju heilags Mikaels í Kænugærði. — AFP/Sergei Supinsky

Stefán Gunnar Sveinsson

sgs@mbl.is

Kona féll og tíu aðrir særðust í fyrrinótt þegar Rússar gerðu eina af stærstu loftárásum sínum til þessa á hafnarborgina Ódessu. Beittu Rússar bæði drónum og eldflaugum í árásinni, og skemmdust íbúðarhús, kirkjur og skólar í árásinni, auk þess sem hitaveita borgarinnar var verulega löskuð eftir hana.

Borgarstjóri Ódessu, Gennadí Trúkhanov, skrifaði á samfélagsmiðilinn Telegram að rúmlega 40.000 manns í borginni væru nú án hitaveitu, auk þess

...