Jórunn Alexandersdóttir fæddist 6. nóvember 1935. Hún lést 13. október 2024.
Útför Jórunnar fór fram 24. október 2024.
„Mikið eruð þið alltaf dugleg“ var iðulega fyrsta setning sem við heyrðum þegar við hittum ömmu Jórunni. Hún hafði ákveðið lag á að láta okkur líða eins og við gætum sigrað heiminn, svo fallega talaði hún við okkur í hvert sinn sem við hittumst.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að eignast aukaömmu og –afa þegar mamma mín og Alli pabbi tóku saman þegar ég var fjögurra ára. Frá fyrsta degi tóku amma Jórunn og afi Lórens mér eins og sínu eigin barnabarni. Ást þeirra og umhyggja gagnvart mér var óumdeild, þau studdu mig í gegnum öll mín verkefni á mínum uppvaxtarárum, mættu í allar veislur og heimili þeirra stóð mér alltaf opið. Þegar Guðjón minn kom inn í líf mitt held
...