Keisaramörgæs að nafni Gus hefur vakið athygli eftir að hafa synt ótrúlega 3.540 km frá Suðurskautslandinu til Ástralíu. Gus, sem er karlkyns, fannst vannærður nálægt bænum Denmark í Vestur-Ástralíu, um 400 km suður af Perth.
Það var brimbrettakappinn Aaron Fowler sem tók fyrst eftir Gus í sjónum 1. nóvember og varð, afar skiljanlega, mjög undrandi að sjá mörgæsina. Hann taldi að Gus hafi haldið að hann og félagar hans væri líka mörgæsir vegna blautbúninganna. Dýraflutningamaðurinn Carol Biddulph flutti Gus í umsjón dýrasérfræðinga „Ég hefði aldrei getað ímyndað mér að fá keisaramörgæs til umönnunar. Þetta er ótrúlegur heiður,“ sagði Biddulph við ABC. Enn er verið að skoða möguleikann á að koma Gus aftur heim.
Nánar í jákvæðum fréttum á K100.is.