Keppnismenn þurfa oft að fara langar leiðir á áfangastað og þá er ekki ónýtt að finna einhverja dægrastyttingu á leiðinni frá A til B. Greinarhöfundur hefur víða þvælst um dagana en það var ekki fyrr en um síðustu aldamót sem ég tók þátt í…
Í vígahug Björn Þorfinnsson við taflið á Reykjavíkurskákmótinu í fyrra.
Í vígahug Björn Þorfinnsson við taflið á Reykjavíkurskákmótinu í fyrra. — Ljósmynd/Ómar Óskarsson

Skák

Helgi Ólafsson

helol@simnet.is

Keppnismenn þurfa oft að fara langar leiðir á áfangastað og þá er ekki ónýtt að finna einhverja dægrastyttingu á leiðinni frá A til B. Greinarhöfundur hefur víða þvælst um dagana en það var ekki fyrr en um síðustu aldamót sem ég tók þátt í spurningaleik um kvikmyndir en varð snemma ljóst að meðal ferðafélaga var óumdeildur meistari þessa leiks, Björn Þorfinnsson. Það var rakið til þess að maðurinn hafði um skeið unnið á vídeóleigu og hafði fest í minni sér mikla þekkingu á titlum kvikmynda, leikurum og leikstjórum. Um tíma var talið að greinarhöfundur gæti veitt Birni nokkra keppni í þessari grein en þar kom að hann fann á mér veikleika sem, ef ég man rétt, tengdist hryllingsmyndum fyrir unglinga. Ekki er nokkur leið að

...