Huginn Óskarsson fæddist í Hamborg í Þýskalandi 11. júlí 1993. Hann lést 24. október 2024.
Foreldrar hans eru Oddný Huginsdóttir og Óskar Sigmundsson, forstjóri og eigandi Maróss GmbH, bæði frá Vestmannaeyjum. Systur hans eru Ástrós f. 14.2. 1997, viðskiptafræðingur og í meistaranámi í hagnýtri atferlisgreiningu við Háskólann í Reykjavík, og Ósk, f. 19.8. 2001, nýútskrifuð frá Kvikmyndaskóla Íslands.
Huginn ólst upp í Hamborg til sex ára aldurs en bjó á Íslandi árið 1999. Þá flutti fjölskyldan aftur til Þýskalands en á sínu fyrsta skólaári náði Huginn að vera átta vikur í Smáraskóla, átta daga í Warnemünde við Rostock og síðan kláraði hann skólaárið í Otterndorf þaðan sem hann lauk stúdentsprófi frá Gymnasium Otterndorf árið 2011. Huginn lauk síðan námi í viðskiptafræði við háskólann í Göttingen árið 2015.
Huginn
...