Í nýrri bók fær fólk að kynnast Ólafi K. Magnússyni sem kallaður hefur verið ljósmyndari þjóðarinnar

Ólafur K. Magnússon ruddi brautina í blaðaljósmyndun á Íslandi. Hann var ljósmyndari á Morgunblaðinu og í hálfa öld skráði hann sögu þjóðarinnar, jafnt stórviðburði sem þróun samfélagsins, og sagði hana í myndum á síðum Morgunblaðsins. Saga hans er nú komin út í veglegri bók eftir Önnu Dröfn Ágústsdóttur. Þar er greint frá lífi hans og birt úrval ljósmynda og þótt þar kenni margra grasa eru þær ekki nema brot af því sem eftir hann liggur.

Anna Dröfn, sem ekki er ótengd Morgunblaðinu því faðir hennar, Ágúst Ingi Jónsson, vann á blaðinu í hálfa öld líkt og Óli K. og helming þess tíma með honum, segir frá því í viðtali í sunnudagsblaði Morgunblaðsins nú um helgina hvernig það kom til að hún ákvað að skrifa bókina. Hún var í heimsókn hjá vinkonu sinni, sem er barnabarn Óla K.: „Á einum vegg voru ljósmyndir eftir hann frá þekktum viðburðum eða af fólki sem ég þekkti. Þarna mátti

...