Kveðja nefnist sýning sem Kristín Gunnlaugsdóttir opnar í Portfolio galleríi í dag kl. 16. Á sýningunni sýnir hún útsaumsverk í dökkum römmum, einfaldar línuteikningar sem eru bæði fígúratífar og abstrakt
Kveðja nefnist sýning sem Kristín Gunnlaugsdóttir opnar í Portfolio galleríi í dag kl. 16. Á sýningunni sýnir hún útsaumsverk í dökkum römmum, einfaldar línuteikningar sem eru bæði fígúratífar og abstrakt. „Tjáningin sem birtist í hraðri teikningu er nostursamlega endurframkölluð með nál og þræði. Nál er auðvitað eitt mesta galdratæki siðmenningarinnar. Hún getur saumað hluti saman,“ skrifar Sigrún Hrólfsdóttir í sýningarskrá. Sýningin stendur til 7. desember.